Lögð hefur verið lokahönd á breikkun Reykjanesbrautar frá Fífahvammi að Kaplakrika. Verktakafyrirtækin Klæðning og Gaumur hafa nú skilað breikkun brautarinnar til Vegagerðar ríkisins, og voru verklok samkvæmt áætlunum.

Í fréttatilkynningu frá Klæðningu segir að alls hafi farið 336.000 rúmmetrar af jarðvegi í undirlag breikkunarinnar. Jafnframt segir að brátt verði ráðist í lagfæringar vegna athugasemda Vegagerðarinnar sem voru í lokaúttekt á hinni breikkuðu Reykjanesbraut.

Framkvæmdin við breikkunina reyndist erfið vegna hinnar miklu umferðar sem er á götunni. Á hverjum degi aka um 50.000 bílar um ofannefndan kafla Reykjanesbrautarinna.