Bretar ætla að taka upp nýja tegund af seðlum árið 2016. Nýju seðlarnir verða úr plasti, en ekki pappír, og á þeim mun verða mynd af Bretlandi. Guardian greinir frá þessu.

Seðlabanki Bretlands segir að nýju seðlarnir muni endast allt að sex sinnum lengur en þeir seðlar sem  nú eru í notkun. Þeir munu einnig verða 15% minni og breskir peningaseðlar verða þá að svipaðri stærð og seðlar annarsstaðar í kring.

Almenningi mun gefast kostur á að sjá og þreifa á nýju seðlunum í verslunarmiðstöðvum víðsvegar um Bretland á næstunni.