Þau bresku sveitafélög, sem lögðu fjármagn inn á hávaxtareikninga íslensku bankanna, sýndu mikið gáleysi og óvönduð vinnubrögð þegar kom að stýringu á fjármagni almennings.

Þetta er niðurstaða  skýrslu breska þingsins en nefnd á vegum þingsins var fengin til að taka út sérstaklega aðgerðir breskra sveitafélaga, en fjölmörg þeirra höfðu lagt talsvert fé inn á reikninga Icesave og í einhverjum tilfellum Kaupthing Edge.

Meginniðurstað skýrslunnar er, að sögn BBC, að stjórnendur sveitafélaga sem um ræðir séu helst sekir um misskilning á fjármálakerfinu, óheppni og jafnvel leti, þ.e. að þeir nenntu ekki að kynna sér betur of fá ráðgjöf um hvernig best væri að ávaxta fé sveitafélaganna.

Talið er að bresk sveitafélög hafi tapað allt að 1 milljarði Sterlingspunda við hrun íslensku bankanna.