Hagvöxtur í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 0,6%. Þetta kemur fram á vef BBC. Vöxturinn er ekki ósvipaður spám, sem gerðu ráð fyrir 0,5% vexti.

Hálft ár er liðið frá því að knappur meirihluti Breta greiddi atkvæði með útgöngu úr Evrópusambandinu. Bresk stjórnvöld hafa þó stigið varlega til jarðar í þeim málum, enda hægara sagt en gert að slíta sig frá sambandinu.