Eins og greint var frá í gær hefur Baugur selt tískuvöruverslunina MK One til breska félagsins Hilco.

Fréttavefur BBC greinir frá því í dag að þeir birgjar sem staðið hafa í viðskiptum við MK One hafa nú áhyggjur af því að fá útistandandi skuldir ekki greiddar en eins og greint var frá fyrr í vikunni er talið að MK one skuldi birgjum sínum milljónir punda og hafi á síðustu misserum gefið út ógildar ávísanir til greiðslu.

BBC greinir frá því að MK One hafi á síðustu árum átt í miklum erfiðleikum í harðnandi samkeppni á smásölumarkaði

Einn birgjanna, Panda Sourcing segir í viðtalið við BBC að MK One skuldi fyrirtækinu „væna fúlgu fjár“ og fyrirtækið hefði miklar áhyggjur vegna skuldar MK One.

Þá hefur BBC eftir fleiri birgjum sem segja reiði sína beinast gegn Baugir fyrir að „hafa ekki látið vita hvað var í gangi,“ eins og það er orðað í frétt BBC.

Baugur keypti MK One árið 2004 fyrir 55 milljónir punda. MK One rekur um 170 verslanir og starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.500 manns.

Sjá frétt BBC um málið.