Bíleigendur í Bretlandi eru ánægðastir með Hyundai i30 samkvæmt nýrri Driver Power 2010 áreiðanleikakönnun sem Auto Express gerði á meðal lesenda The Daily Telegraph. Könnunin mælir ánægju eigenda með bíla sína og áreiðanleika ökutækjanna. Alls tóku 23.000 lesendur blaðsins þátt í könnuninni og skákaði Hyundai i30 þar Jaguar FX sigurvegaranum frá því´í fyrra sem varð nú í öðru sæti og Skoda Octavia sem lenti í þriðja sæti.

Hyundai i30 er kóreanskur að uppruna, en bíllinn er framleiddur í Tékklandi fyrir Evrópumarkað eins og Skoda og margar aðrar bíltegundir. Meðal annarra þekktra nafna má geta þess að Ford Focus náði aðeins 51. sæti og Vauxhall sem er breska útgáfan af Opel kom afar illa út í könnuninni. Þar lenti Corsa í neðsta sætinu af topp 100 og MKIV Astra lenti í 99. sæti.