Yfirvöld í Sviss og Bretlandi eru nærri því að ná samkomulagi um skattlagningu breskra innstæðueigenda í svissneskum bönkum, að því er fram kemur á vef Telegraph. Bresk yfirvöld telja að tugir þúsunda Breta eigi um 125 milljarða punda á innstæðureikningum í svissneskum bönkum og hafi ekki greitt af þeim skatta.

Samkvæmt frétt Telegraph er líklegt að samkomulag milli ríkjanna feli í sér að fjármunirnir verði skattlagðir aftur í tímann. Þá muni Svisslendingar veita upplýsingar um bankainnstæður Breta, en til þess að svo sé löglegt þarf að sýna fram á að um skattaupplýsingar er að ræða.

Samningurinn er gerður í kjölfar fyrri samnings frá því í október sl. Bresk stjórnvöld vilja þó ganga lengra og samningurinn nú liður í því.