Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, kynnti drög að samningi við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands fyrir nánustu samstarfsmönnum sínum í gær. Efasemdamenn innan flokks hennar, Íhaldsflokksins, óttast hinsvegar að landið festist í tollabandalagi um ókomna tíð. Financial Times greinir frá .

Samningurinn gæti orðið henni dýrkeyptur heima fyrir. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins er studd af Lýðræðissambandsflokknum (Democratic Unionist party), en þingmenn hans hafa hótað að kjósa gegn samningnum.

Þar að auki eru tveir ráðherrar sagðir vera að íhuga alvarlega að segja af sér vegna málsins, og þingmenn hafa gagnrýnt samkomulagið fyrir að vera „tímabundið“ tollabandalag með engin skýr tímamörk.