Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun frá og með næsta háskólaári bjóða nemendum upp á heilsársskóla þannig að stúdentar sem það vilja geti lokið BS gráðu á tveimur árum í stað þriggja með því að leggja stund á námið allt árið. Þetta kom fram í ræðu Runólfs Ágústssonar rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst við útskrift nemenda um helgina. Rætt verður við Runólfi í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16 á eftir.

Að því loknu verður rætt við Magnús Ásgeirsson innkaupastjóra eldsneytis hjá olíufélaginu en eftir miklar hækkanir að undanförnu hefur verð olíu lækkað aftur.

Í lokin kemur síðan Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar í þáttinn. Til að fjalla um afkomu bankanna sem hver af öðrum hafa verið aðs kila metafkomu. Jafet er öllum hnútum kunnur í bankakerfinu og segir okkur allt um uppgjörin og hvað út úr þeim má lesa.