Áætlaðar breytingar á bótakerfi ellilífeyrisþega munu kosta ríkissjóð um 2,6 milljarða. Þegar breytingarnar verða að fullu komnar í framkvæmd verður kostnaðurinn 9,6 milljarðar. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara, í dag.

Þær breytingar sem nú eru lagðar til eru töluverð einföldun á núverandi kerfi og er gert ráð fyrir að aðeins verði ein tegund af lífeyri í boði frá Tryggingastofnun. Skerðingar vegna tekjutenginga í bótakerfi ellilífeyrisþega verða minnkaðar í áföngum og bótaflokkar sameinaðir í einn bótaflokk ellilífeyris,

Það er starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun almannatrygginga sem leggur breytingarnar til. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila.