Í dag tók í gildi breyttur lokunartími Kauphallarinnar til að samræma að hluta viðskiptatíma kauphalla í OMX samstæðunni, segir greiningardeild Landsbankans. Á sumartíma mun Kauphöllin loka klukkan 15:30 í stað 16:00. Í ár nær sumartímabilið frá 25. mars til 28. október.

"Þann 28. október tekur svo vetrartími við en þá mun Kauphöllin loka klukkustund síðar eða kl. 16:30. Opnunartími verður sá sami og áður eða kl. 10:00. Að því er fram kemur í Kauphallartíðindum fékk þessi breyting lokunartíma afgerandi stuðning í könnun meðal kauphallaraðila en breyting á opnunartíma fékk ekki sama hljómgrunn og var því ekki samþykkt," segir greiningardeildin.