Brim leiddi hækkanir dagsins en bréf félagsins hækkuðu um 3,5% í dag og enduðu í 56,6 krónum á hlut. Síldarvinnslan hækkaði næst mest eða um 2,5% og eru bréf félagsins nú í 65,2 krónum á hlut sem er 7,2 og 5,2 krónum yfir útboðsgenginu.

Af öðrum hækkunum ber helst að nefna Vís sem hækkar um 1,9%, Eik fasteignafélag sem hækkar um 1,8% og Eimskip sem hækkar um 1,6%.

Á hinum enda kauphallarinnar er það Marel sem lækkar mest. Félagið lækkaði um 2% og standa bréf félagsins nú í 902 krónum á hlut. Sýn lækkaði næst mest eða um 1,2%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3,4 milljörðum króna og þar af voru Síldarvinnslan og Íslandsbanki vinsælustu félögin með 513 milljóna króna veltu hvort um sig.