Talið er að 100.000 manns hafi í gær mótmælt í Brussel niðurskurði ríkisútgjalda og skuldasöfnun Evrópuríkjanna.

Talsmenn verkalýðsfélaga sögðu í gær að mikil hætta væri á, að launamenn myndu verða látnir bera áhættusækni og glannalega stjórnarhætti á fjármálamarkaði, í aðdraganda fjármálakreppunnar.

Endurspeglar þetta vaxandi óánægju á meðal almennings að þurfa að bera mikinn niðurskurð og skattahækkanir á meðan skuldabréfaeigendur hafa verið varðir fyrir hruni banka.