Forstjóri og aðstoðarforstjóri Icelandic Group, Finnbogi Baldvinsson og Ingvar Eyfjörð, hafa óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu, auk fjármálastjóra félagsins, Finnboga Gylfasonar. Ástæðan er að hugmyndir þeirra samræmast ekki áherslum eigenda og stjórnar félagsins. Þeir sátu áður í þriggja manna framkvæmdastjórn Icelandic. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group.

Stjórnarformaður félagsins, Brynjólfur Bjarnason, mun tímabundið gegna starfi forstjóra.

Í fréttatilkynningunni segir:

„Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður félagsins mun tímabundið gegna starfi forstjóra og tekur hann sæti í framkvæmdastjórn félagsins, ásamt Ævari Agnarssyni, forstjóra IcelandicUSA og Magna Geirssyni, framkvæmdastjóra Icelandic UK.Stjórn Icelandic Group vill þakka Finnboga Baldvinssyni, Ingvari Eyfjörð og Finnboga Gylfasynifyrir vel unnin störf í þágu félagsins.Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Icelandic Group: „Icelandic Group hefur áundanförnum misserum gengið í gegnum nokkrar sviptingar sem hafa reynt á stjórnendur ogstarfsmenn fyrirtækisins. Stjórnin mun fara vandlega yfir þá möguleika sem eru í rekstrinummeð það að markmiði að hámarka virði þeirra eigna sem kunna að verða seldar. Nú er þaðsameiginlegt verkefni okkar að ná festu og stöðugleika í rekstri og stjórnun félagsins.Icelandic Group er mikilvægt fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi og tækifærin framundan erumjög spennandi.“