Starfsmenn raftækjaverslananna BT hafa ekki fengið greidd laun, en verslunum BT var lokað í dag.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Árdegi, eigandi BT, tapaði miklu á greiðslustöðvun Merlin í vikunni. Ríkisútvarpið hefur eftir Sverri Berg Steinarssyni, forsvarsmanni Árdegis, að unnið sé að því að bjarga verðmætum og tryggja stöðu starfsmanna.

Árdegi hefur þegar selt Skífu-verslanirnar til útgáfufyrirtækisins Senu, nú um helgina.