Bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover ætlar að reisa verksmiðju í nágrenni við Sjanghæ í Kína og framleiða þar bíla sem sérsniðnir verða fyrir Kínverja. Bílar undir merkjum Range Rover hafa selst vel í Kína upp á síðkastið og hafa stjórnendur fyrirtækisins miklar væntingar til þess að salan muni aukast frekar þar í landi. Horft er til þess að fyrsti bíllinn komi af færibandi Jaguar Land Rover í Kína árið 2014.

Fram kemur breska dagblaðsins Guardian að sala á Range Rover Evoque hafi aukist um 58% í Kína á öðrum ársfjórðungi.

Þótt Jaguar Land Rover sé í grunninn breskt félag þá er það í eigu indversku risasamstæðunnar Tata.