Framkvæmt hefur verið fyrir 14 milljarða króna á athafnasvæði Norðuráls við Helguvík síðan framkvæmdir hófust þar á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ágústi Hafberg, framkvæmdstjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, er gert ráð fyrir að  í framkvæma fyrir um 15 milljarða króna á þessu ári. Vegna gengissveiflna er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um þessar tölur.

Í viðtali við Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Norðuráls, í vor kom fram að framkvæmt hafði verið þá fyrir 12 milljarða króna. Síðan hefur verið framkvæmt fyrir tvo milljarða. Gert er ráð fyrir að heildarbyggingakostnaður verði um 200 milljarðar króna en áætlanir eru um að hefja framleiðslu árið 2011.

Í morgun var greint frá því að Norðurál hefði samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar  álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum.