Sérfræðingar gera flestir ráð fyrir að hlutabréf lækki umtalsvert á mörkuðum í nótt og á morgun. Sumir spá hruni.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu opna á miðnætti. Þróunin þar gefur vísbendingu um hvað gerist í þegar markaðir opna í Evrópu í fyrramálið.

Fátt hefur gerst í dag sem aukið gæti tiltrú fjárfesta. Umræður hafa verið innan Evrópska seðlabankans (ECB+9 um að fara í mikil uppkaup á skuldabréfum Ítalíu og Spánar. Robert Preston viðskiptaritstjóri BBC segir á vefsíðu fréttastofunnar að ekki sé samstaða meðal Evrópuríkja um hvað eigi að gera.

Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra sagði í bréfi sínu til félaga sinna í þýska þinginu í síðasta mánuði að ECB ætti aðeins að kaupa skuldabréf á eftirmarkaði við afar sérstakar aðstæður. Spurningin er hvort staðan nú falli undir skilgreiningu Schaeuble.