Atvinnuleysi í Þýskalandi hélst óbreytt á milli mánaða í Þýskalandi og mælist það sem fyrr 6,8%. Atvinnuleysistölurnar jafngilda því að 2,9 milljónir manna eru án atvinnu þar í landi. Til samanburðar er tæplega tvöfalt meira atvinnuleysi handan við landamærin í Frakklandi og

Í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar er bent á að atvinnuleysi í Þýskalandi hafi aukist lítillega þótt það hafi ekki náð að þoka meðaltalinu upp. tölunum upp. Hámark atvinnuleysisins náði reyndar í ágúst síðastliðnum. Gert er ráð fyrir því að þeim fjölgi á næstu mánuðum sem mæli göturnar. Það eru ekki góðar fréttir fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem horfir fram á erfiðan kosningavetur í skugga skuldavandans á evrusvæðinu. Björgunaraðgerðir hafa ekki farið vel í landa hennar sem hafa horft upp á hvert ríkið á fætur öðru bætast í röðina eftir björgunarláni frá evruríkjunum.

Reuters-fréttastofan segir að reynt hafi á þolinmæði Þjóðverja í kreppunni. Aukist atvinnuleysi frekar með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á efnahag landsmanna og hagkerfi Þýskalands megi reikna með að þeir setji hnefann í borðið.