Búist er við því að repúblikaninn Jeb Bush muni tilkynna um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna þann 15. júní næstkomandi, en greint er frá þessu á vef Wall Street Journal .

Jeb mun því gera tilraun til þess að verða þriðji fjölskyldumeðlimurinn til þess að gegna þessu embætti, en sem kunnugt er var George W. Bush bróðir hans  forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009, og faðir George H. W. Bush var forseti frá 1989 til 1993.

Níu aðrir repúblikanar hafa þegar tilkynnt um framboð til embættisins og munu þeir næstu mánuði eigast við í forvali innan flokksins. Þeir heita Rand Paul, Ben Carson, Ted Cruz, Carly Fiorina, Lindsey Graham, Mike Huckabee, George Pataki, Marco Rubio og Rick Santorum.