Samsung býst við 9,4 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Það er um 25% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2012.

Þessi spá er mun bjarstýnni en hjá sumum greinendum.

Fyrirtækið hefur vegnað mjög vel þökk sé Galaxy símunum. En sumir greinendur telja að dregist hefði úr vexti á sölu á símanunum, greinendur töldu það einnig á síðasta ársfjórðungi en höfðu rangt fyrir sér.

Samsung gaf það út í síðasta mánuði að fyrirtækið hygðist framleiða síma með sveigðum skjám. En efasemdir hafa verið uppi að hægt sé að framleiða slíka skjái á ódýran hátt.