Í yfirlýsingu sem send var af út af Novator í Búlgaríu í kjölfar ummæla Grozdan Karadzhov, fyrrverandi stjórnarformanns símafyrirtækisins BTC, kemur fram að félagið hyggst standa við öll gefin fyrirheit vegna einkavæðingar BTC.

Eins og kemur fram í annarri frétt hér á vefnum hefur verið uppi gagnrýni á einkavæðingu BTC og sölumeðferðina núna. Novator samþykkti í síðustu viku að selja kauprétt sinn að 65% hlut í BTC en kauprétturinn var í höndum bandarísks fjárfestingasjóðs að nafni Advent. Advent keypti hann af fjárfestingafélaginu Viva Ventures fyrir 280 milljónir evra árið 2004. Um leið var gengið frá ákvæði um að félagið myndi greiða 7% af þeirri upphæð sem fengist fyrir hlutinn að því skyldu að kaupverðið yrði yfir 300 milljónir evra.

Novator tók yfir þessa skuldbindingu þegar hluturinn var keyptur af Advent. Það þýðir að félagið þarf að greiða búlgarska ríkinu 76 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna. Greiðslan fer fram í júní næstkomandi þegar þriggja ára sölubanni verður aflétt.

BTC er stærsta símafyrirtæki Búlgaríu og hjá félaginu starfa 20.000 manns og félagið rekur 2,9 milljónir símalína sem jafngildir 97% af fastlínutengingum landsins. Félagið á einnig farsímafélagið Vivatel sem hleypt var af stokkunum í lok árs 2005 en það er með um það bil 10% markaðshlutdeild. á farsímamarkaðinum.