Burger King leggur sitt af mörkum fyrir þá sem vilja halda línunum en samt borða ruslfæði. Skyndibitakeðjan setur á dag á markað nýja tegund af frönskum kartöflum með 20% færri hitaeiningum en venjulegar franskar. Munurinn á nýju frönskunum og þeim gömlu er að nýju frönskurnar drekka ekki í sig eins mikla olíu og þær gömlu.

AP fréttastofan segir að sú hugmynd að gera vinsælar, en óhollar vörutegundir, og breyta þeim sé ekki ný af nálinni. Í matvörubúðum megi finna hitaeiningasnauðar Lay´s flögur, Oreo kex og fleira slíkt. Treyst sé á að smekkur fólks fyrir bragðgóðri matvöru breytist ekki þótt hitaeiningum sé fækkað.

Talsmenn Burger King segja að fólk muni ekki finna fyrir því að nýju flögurnar séu hitaeiningasnauðari. Sama innihald sé í þeim og gömlu flögunum. Þær séu gerðar í sömu steikarpottum og steiktar á jafnlöngum tíma.