Lögð var fram greinargerð um byggingu skipaverkstöðvar á Grundartanga á síðasta stjórnarfundi Faxaflóahafna, en greint er frá þessu í Morgunblaðinu. Kemur fram að stöðin yrði blanda af þurrkví og dráttarbraut.

Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Morgunblaðið að skipaverkstöðin sé eitthvað sem stjórnin hafi verið að skoða fyrir framtíðina. Margir sprotar séu að koma í ljós á svæðinu sem geti verið dýrmætir til lengri tíma.

Eimskip festi kaup á þremur lóðum við Grundartanga fyrir helgi og hefur í huga uppbyggingu á svæðinu. „Þessi áhugi á svæðinu er í takti við það sem við höfum verið að byggja upp hægt og bítandi síðustu tíu árin,“ segir Gísli.