Vísitala byggingakostnaðar mældist 118,9 stig um miðjan mánuðinn og er það 0,1% lækkun á milli mánaða. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um 2,5%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að verð á innlendu efni hækkaði um 0,4% en verð á innfluttu efni lækkaði um 0,9%.