Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,9%. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Hagstofunnar.

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2016 er 128,0 stig (desember 2009=100) sem er 0,1% hækkun frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í mars 2016.Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,5% frá síðasta mánuði (áhrif á vísitölu -0,1%) en innlent efni hækkaði um 0,5% (0,2%).

Hægt er að sjá nánar þróun vísitölunnar á vefsvæði Hagstofunnar .