Áformað er að hefja framkvæmdir við 93 þúsund fermetra byggingu sólarkísilverksmiðju bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga í október. Fyrsti áfangi verksmiðjunnar gæti farið í fullan rekstur í júlí árið 2017 en sá síðasti þremur árum síðar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina nemur um 690 milljónum dala eða 77,5 milljörðum íslenskra króna.

Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, undirrita samning um bygginguna í hádeginu í dag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag

Gert er ráð fyrir að 400 störf verði til í verksmiðjunni auk afleiddra starfa á byggingartímanum.