Bætt verður 43 herbergjum við Hótel Borg með viðbyggingu á baklóð hússins. Þetta jafngildir því að næstum tvöfalt fleiri herbergjum verður bætt við Hótel Borg en þar eru nú 56 herbergi. Lögmaðurinn Lárus L. Blöndal, talsmaður húseigenda, segir í samtali við Morgunblaðið áhuga á því að hugmyndin hafi verið að hefja framkvæmdir í vetur. Enn eigi þó eftir að koma ljós hvort það takist.

Í framkvæmdunum verður hluti bakhúss Hótel Borgar rifinn og í stað þess byggð fjögurra hæða viðbygging við hótelið ásamt kjallara. Verklok verði væntanlega annaðhvort vorið 2015 eða vorið 2016.