Aðalfundur Byrs 2008 var haldinn á Hilton Nordica í gær. Fundurinn var vel sóttur, en hátt í 500 af 1.510 stofnfjáreigendum í Byr sátu hann.

Árið 2007 var farsælt hjá Byr. Hagnaður ársins var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og var sá mesti í sögu fyrirtækisins. Umsvif Byrs jukust verulega á árinu með samrunum við aðra sparisjóði, kaupum á fyrirtækjum og auknu viðskiptamagni. Heildareignir Byrs jukust um 78% á árinu og arður til stofnfjáreigenda vegna ársins 2007 er 44%.

Á aðalfundinum flutti endurskoðandi Byrs, Sigurður Jónsson, erindi um umbreytingu sparisjóðs í hlutafélag en skipuð hefur verið nefnd til að kanna ítarlega kosti þess að breyta rekstrarformi félagsins í hlutafélagsform.