Byrjunarlaun í Bretlandi hafa hækkað gríðarlega að undanförnu vegna mikillar samkeppni um starfsfólk þegar verið er að aflétta samkomutakmarkanir ásamt því að fjöldi verkamanna hefur fækkað eftir að Bretland fór úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í skýrslu Bresku vinnumálastofnunarinnar REC og KPMG.

Byrjunarlaunin hafa ekki hækkað hraðar frá árinu 1997, þegar mælingar á þessum mælikvarða hófust. Fjöldi fólks sem sótti um lausar stöður í júní lækkaði einnig verulega á móti.

Ráðningar í föst störf í London og miðhéruð Englands hækkuðu á methraða í júní. Lausum störfum fjölgaði í öllum geirum en mest í upplýsingatæknigeiranum.

Bresk fyrirtæki, hvort sem um er að ræða smásölu- eða byggingafyrirtæki, hafa átt í erfiðleikum að manna störf eftir að Bretland dró úr innflutning fólks í kjölfar Brexit.

Breski seðlabankinn er nú farinn að hafa meiri áhyggjur af framboði vinnuafls fremur en atvinnuleysi til að halda verðbólgu í skefjum, að því er Bloomberg greinir frá.

Sjá einnig: Spá þrálátari verðbólgu

„Áskoranir á vinnumarkaðnum eru breyttar núna,“ sagði Andrew Bailey, bankastjóri Breska seðlabankastjórans á blaðamannafundi í gær. „Það bendir sífellt meira til þess að fjöldi lausra starfa sé mikill og því fylgir að vinnumarkaðurinn er þröngur um þessar mundir. Í stað þess að við horfum á að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi þá þurfum við núna að tryggja gott flæði af vinnuafli í laus störf.“