Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn nú 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn sjö og Borgarahreyfingin fjóra á meðan stjórnarflokkarnir, sem nú sitja í minnihlutastjórn, fengju samanlagt 37 þingmenn, Samfylkingin 19 þingmenn og Vinstri grænir 18.

Samkvæmt könnun Capacent Gallup, sem unnin er fyrir Morgunblaðið og RÚV, myndu 8% kjósenda nú skila auðu, flestir þeirra undir þrítugu.

Eins og fyrr segir ná stjórnarflokkarnir hreinum meirihluta með samanlagt 56,4% fylgi, þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn í þriðja sæti með 23,6% fylgi og hreyfist lítið frá síðustu könnun.

Sjá nánar á vef mbl.is