Allt stefnir í harðan slag um norska plastframleiðslufyrirtækið Polimoon ASA. CapMan Plc Group hefur hækkað tilboð sitt í Polimoon ASA fyrir hönd Plast Holding AS. og þar með jafnað tilboð það sem Promens, dótturfyrirtæki Atorku Group hafði lagt fram.

Tilboðsverð Promens var 18,2% hærra en tilboðsverð CapMan upp á 27,5 norskar krónur á hlut. CapMan hefur nú hækkað tilboð sitt upp í 32.50 krónur á hlut sem gerir heildarvirði félagsins 1.279 milliónir norskra króna eða 13,3 milljarða króna. Tilboðið rennur út í dag.

Það eru Carnegie og Den Norske Bank (DnB NOR Markets) sem eru fjármálalegir ráðgjafar CapMan Plc Group og lögfræðistofan Wiersholm Mellbye & Bech veitir þeim allla lögfræðilega aðstoð.