Bjórframleiðandinn Carlsberg hefur sagt upp 75 starfsmönnum í starfsstöðvum fyrirtækisins í Danmörku, en aðgerðirnar eru liður í hagræðingaráætlun fyrirtækisins. Børsen greinir frá þessu.

Carlsberg mun í heildina segja upp 180 starfsmönnum en það er um 20% heildarfjölda starfsmanna fyrirtækisins. Vinnuaflið telur nú um 900 starfsmenn.

Carlsberg hefur neyðst til að grípa til hagræðingar í rekstri sínum vegna versnandi ástands á rússneskum markaði. Sölutekjur fyrirtækisins í Rússlandi hafa dregist stórlega saman upp á síðkastið vegna efnahagsástandsins þar í landi og veikari rúblu.