Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur úthlutaði í gær lóð í Vatns­mýri til Há­skóla Íslands og Vís­indag­arða. Vísindagarðar munu leigja lóðina út til byggingaraðila sem munu reisa frumkvöðla- og nýsköpunarsetur þar sem CCP mun meðal annars vera með nýjar höfuðstöðvar. Þetta kem­ur fram í viku­leg­um pistli borg­ar­stjóra í dag.

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetrið verður það stærsta á landinu.

„Talsvert hefur verið fjallað um þetta mál en hugmyndin um CCP í Vatnsmýri er gamall draumur sem er að verða að veruleika,“ segir í pistlinum. „Það sem er merkilegt við þessa uppbyggingu er að CCP mun aðeins notast við um fjórðung húsnæðisins - en hinum verður ráðstafað til annarra sprotafyrirtækja og frumkvöðla sem búnar verða kjöraðstæður í skapandi umhverfi.“

„Auk þess er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæðum. Alls eru heimildir til þess að reisa um 17.000 fermetra hús þarna og er óhætt að segja að Vísíndaþorpið í Vatnsmýri sé farið að taka á sig mynd. Áætlað er að framkvæmdir hefjist fljótlega á nýju ári og verði lokið innan þriggja ára. Þetta spennandi risaverkefni verður svo kynnt betur fljótlega.“