Tilkynnt hefur verið um samstarf milli tölvuleikjaframleiðandans CCP og útsendingarfyrirtækisins BBC, en tvö stór sci-fi vörumerki í afþreyingariðnaðinum, EVE Online og Doctor Who, munu mætast 13 janúar til 1. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCP.

EVE Online er frír tölvuleikur sem kom upphaflega út árið 2003 og hefur síðan þá notið mikillar velgengni, en virkir notendur leiksins voru um 24 milljónir á síðasta ári.

Í tilkynningu segir Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi CCP, að samstarfið við BBC sé frábært tækifæri til að hylla Doctor Who, sem Bergur segir að hafi veitt fyrirtækinu mikinn innblástur.

CCP hefur gefið út stutt myndband til að hita upp fyrir viðburðinn sem má sjá hér að neðan.