*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 5. júní 2017 14:30

City og West Ham mætast á Laugardalsvelli

Manchester City og West Ham munu að öllum líkindum spila æfingarleik á Laugardalsvelli í sumar.

Ritstjórn
epa

Ensku knattspyrnuliðin Manchester City og West Ham munu líklegast spila æfingarleik á Laugardalsvelli í sumar að því er kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins. Erlent fyrirtæki óskaði þess að leigja völlinn fyrr í vikunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ staðfestir að viðræðurnar væru langt komnar. 

Upprunalega stóð til að Manchester City ætti að keppa við Arsenal, en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV verða það City og West Ham sem etja kappi á þjóðarleikvangi Íslands. Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti. Gert er ráð fyrir því að auka stúkur verði settar upp. Núverandi áhorfendamet á Laugardalsvelli árið 2004, þegar 20.204 manns sáu vináttulandsleik Íslands og Ítalíu, nú er spurningin; Verður það met slegið nú?

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is