Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata til forseta Bandaríkjanna, hefur þurft að gera hlé á kosningabaráttu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lækni hennar, þá er hún með lungnabólgu.

Í kjölfar veikinda hennar ákvað hún að gera stutt hlé á kosningabaráttu sinni. Hún heimsækir því ekki Kaliforníu-fylki eins og áætlað var.

Haft er eftir lækni hennar dr. Lisa Bardack, að hún hafi þjáðst af ofþornun í kjölfar veikindanna. Því var veitt eftirtekt á minningarathöfn, þar sem minnst var að 15 ár séu liðin frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001 að hún var ekki sjálfri sér lík.

Talið er að Clinton sé á batavegi og að hún þurfi sýklalyf og hvíld til að glíma við veikindin. Þetta kemur fram á vef BBC .