CNN fjallar um norðurljósin sem sáust óvenju vel yfir Reykjavík á mánudagskvöldið.

Norðurljós eru sólstormar sem aukast þegar sólblettir eru miklir. Sólstormar gefa af sér sólarvinda eða jónir sem þjóta í allar áttir. Þegar vindarnir koma nálægt jörðu þá heldur segulsvið jarðar þeim í burtu, nema á pólsvæðum jarðar þar sem segulsvið jarðar er lágt. Fyrir norðan 60. gráðu sjást norðurljósin því best. Sama gildir um suðurhvel jarðar.

Á mánudagskvöldið voru geysilega öflugir sólstormar í gangi en stjörnufræðingar voru búnir að sjá þá fyrir og gátu því spáð fyrir um norðurljósin.