Vífilfell missir ekki sjálfkrafa einkaleyfi á sölu Coca-Cola á Íslandi taki Kaupþing fyrirtækið yfir. Í svari Joels Morris, talsmanns höfuðstöðva Coca-Cola í Evrópu, segir að eina markmið fyrirtækisins hér á landi sé að bjóða íslenskum neytendum áfram upp á drykki sem þeim líkar við. Það sé tilbúið í hverjar þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná þessu markmiði. Fyrirspurn Viðskiptablaðsins snéri að skuld Þorsteins M. Jónssonar, stærsta eiganda og stofnanda Vífilfells, við Kaupþing en Vífifell hefur einkaleyfi á átöppun Coca-Cola drykkjarvara á Íslandi. Í október í fyrra flutti Rúv fréttir af því að Coca-Cola á Norðurlöndunum hygðist endurkalla leyfið ef Kaupþing gengi að Vífilfelli vegna skulda Þorsteins.

-Nánar í Viðskiptablaðinu