Svissneski bankinn Credit Suisse tilkynnti í morgun að bankinn myndu á næstu misserum segja upp allt að 5.300 manns víðsvegar um heiminn.

Á fréttavef BBC kemur fram að helst er um að ræða störf á fjárfestingarsviði bankans en Credit Suisse er þegar búinn að segja upp um 1.800 manns það sem af er þessu ári.

Líkt og flestir aðrir bankar hefur Credit Suisse ekki farið varhluta af lausafjárkrísunni sem nú kollríður banka- og hagkerfum út um allan heim.

Vegna þess hefur bankinn gert áætlun sem felur í sér rekstrarsparnað upp á um tvo milljarða franka en þar er meðal annars gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki um allt að 10% - 12%. Flestum verður sagt upp fyrir næsta sumar að sögn BBC en af þeim 5.300 manns sem sagt verður upp eru tæplega 800 á Bretlandi.

Þá munu stjórnendur og helstu yfirmenn engan bónus fá fyrir árið í ár og rétta er að taka fram að bankinn hefur hafnað boði stjórnvalda í Sviss um fjárhagslega aðstoð.