Allar 7.700 verslanir CVS í Bandaríkjunum munu hætta að selja tóbak frá og með næsta miðvikudegi, en New York Times greinir frá þessu.

Fyrirtækið vinnur nú að því að endurskilgreina sig sem heilsufyrirtæki og mun einnig breyta nafni verslana sinna í CVS Health. Þá hefur það að undanförnu unnið að því að hefja samstarf við aðila úr heilbrigðisgeiranum og er talið að þetta útspil muni auðvelda fyrirtækinu að finna góða samstarfsaðila.

CVS er eitt stærsta fyrirtæki í heimi og lenti í 12. sæti yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna á lista Fortune 500 árið 2013.