Festi hf., sem varð móðurfélag N1 í kjölfar skipulagsbreytinga eftir kaup síðarnefnda félagsins á því fyrrnefnda, hefur selt fimm sjálfsafgreiðslustöðvar sínar líkt og skilyrði sáttar við Samkeppniseftirlitið vegna áðurnefndra kaupa, kveður á um.

Jafnframt hefur félagið selt vörumerkið Dæluna, en þrjár af eldsneytisstöðvunum eru undir merkjum hennar.  og mun afhending eignanna fara fram á næstunni að því er félagið segir í fréttatilkynningu.

Þar er reyndar talað um að sáttin hafi verið gerð vegna kaupa Festa á félaginu Hlekk, en þannig liggur i málinu að félagið N1, sem keypti Festi, tók upp nafnið Festi í kjölfarið, meðan gamla festi heitir í dag Hlekkur hf. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var ráðgjafi Festi í söluferlinu.

Uppfært. Félag í eigu Einars Arnar Ólafssonar fjárfestis er kaupandinn að Dælunni og sjálfsafgreiðslustöðvunum fimm, sem staðsettar eru við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðarsmára, Salaveg og í Mjódd, að því er Fréttablaðið greinir frá. Einar Örn var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr í stjórn TM, sem hann á tæplega 3% hlut auk þess að eiga í fjárfestingarfélaginu Stoðum og Gámaþjónustunni.