Dómstóll í Boston í Bandaríkjunum mun í dag kveða formlega upp dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev fyrir hryðjuverkin í Boston maraþonhlaupinu 15. apríl 2013.

Kviðdómur í Boston hefur þegar fundið Tsarnaev sekann og dæmt hann til dauða.

Þrír létu lífið og 264 særðust í sprengjuárásinni. Tsarnaev er 21 árs bandarískur ríkisborgari af téténskum ættum.

Hann var nemendi í University of Massachusetts Dartmouth þegar atburðirnir áttu sér stað.

Tsarnaev var handtekinn fjórum dögum eftir sprengjuárásina í útjaðri Boston. Bróðir hans, sem var samverkamaður hans, var skotinn til bana í lögregluaðgerðunum.