Dagsbrún er tilbúin til þess að tapa á nýju fríblaði sínu í Danmörku næstu fimm árin, að því er fram kom í frétt í danska blaðisins Berlinske Tidende í gær.

Þar kemur fram að blaðið verði kynnt þar í landi innan tveggja til þriggja vikna. Blaðið á að byggja á Fréttablaðshugmyndinni íslensku og er reiknað með að það hefji göngu sína í haust ? og verði dreift ókeypis í hús.

Í sömu frétt í Berlingske Tidende kemur einnig fram að Dagsbrún óttist ekki keppni við dönsku póstþjónustuna um dreifingu.