Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar. Hann hlaut 65,6%  atkvæða í varaformannskjörinu og sigraði þar með Árna Pál Árnason.

Jóhanna Sigurðardóttir sem var ein í kjöri til formanns hlaut 97% greiddra atkvæða.

Hún sagði er hún hafði verði kjörin að hún væri ekki upp á punt. Hún myndi sitja svo lengi sem flokkurinn þarfnaðist hennar. Amma hennar hefði verið í pólitík til dauðadags og hún hefði náð hundrað ára aldri.