DaimlerChrysler, ætlar að kosta nærri 76 milljörðum króna til að fækka 8.500 störfum hjá Mercedes í Þýskalandi á árinu, segir í Financial Times. Þetta er gert til að auka framlegð Mercedes lúxusbílanna, sem eru flaggskip Daimler.

Um 9% verkamanna Daimler í Þýskalandi munu missa vinnuna. Þetta er eitt af fyrstu verkum nýskipaðs framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Dieter Zetsche. En markmið fyrirtækisins er að auka söluna á Mercedes um 7% árið 2007 og ná fram tekjuaukningu með lækkun rekstrargjalda um 306 milljarða króna.

Daimler ráðgerir að borga um 950 milljarða í starfslokasamninga og bætur til verkamanna. Markmið fyrirtækisins fyrir árið í ár var að auka rekstrartekjur lítillega til að ráða betur við um 92 milljarða króna kostnað vegna endurhönnunar á Smart bílunum. Ráðamenn telja að greiðslur vegna starfslokasamninga muni ekki hindra né hafa áhrif á fyrri markmið.

Aftur á móti telja sumir sérfræðingar telja að þetta muni hafa heilmikil áhrif og leiða til tapreksturs á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi var tapið Daimler mikið og fyrirtækið gat með herkjum kreist fram hagnað á öðrum ársfjórðungi. Aðrir segja þetta skref í rétta átt hjá Zetsche en spurning sé hvort það dugi til. Samkeppni fer harðnandi á bílamarkaði og róðurinn léttist ekkert.

Daimler mun þurfa að borga hverjum starfsmanni um 857.000 krónur. Þetta er svipað og gerðist hjá General Motors Europe í fyrra en fyrirtækið greiddi þá hverjum verkamanni um 630.000 krónur í starfslokasamninga. Alls misstu þá um 12.000 manns vinnuna.

Talið er að störfum verði fækkað um allt að 8.500 hjá Daimler og kostnaðurinn sem því fylgir er um 76 milljarðar króna. Þá hafa samningar verið endurskoðaðir hjá um 14.000 starfsmönnum Daimler í Seat, spænsku dótturfyrirtæki. Vinnutími var styttur og kaup lækkað. Einhvers staðar verður Daimler þó að finna 76 milljarðana en talið er að peningarnir muni koma frá dísil-vélunum, MTU Friedrichshafen en þær eru verðmetnar á yfir 76 milljarða króna. Eins verði reynt að bæta reksturinn og auka hagnað.

Eftir að þetta var tilkynnt á miðvikudag hækkuðu bréf Diamler um 3.9%.