*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Erlent 24. júní 2019 11:46

Daimler varar við lakari afkomu

Bílaframleiðandinn gerir ráð fyrir að hagnaður félagsins muni dragast meira saman en gert hafði verið ráð fyrir.

Ritstjórn

Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem framleiðir meðal annars Mercedes-Benz, hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna annars ársfjórðungs. Gerir bílaframleiðandinn ráð fyrir að hagnaður félagsins muni dragast meira saman en gert hafði verið ráð fyrir. FT greinir frá þessu.

Afkomuviðvörunin er sú þriðja sem Daimler sendir frá sér síðan árið 2018, en í henni eru hluthöfum greint frá því að gert sé ráð fyrir því að hagnaður af rekstri (EBIT) verði svipaður og á síðasta ári, eða um 11,1 milljarðar evra. Áður hafði verið reiknað með því að hagnaður af rekstri yrði „aðeins hærri“ í ár en í fyrra. Á síðasta ári dróst hagnaður af rekstri saman um 22% frá fyrra ári.

Í kjölfar afkomuviðvörunarinnar féllu hlutabréf Daimler um 3,5% í fyrstu viðskiptum eftir opnun markaðar í morgun.  

Stikkorð: Daimler afkomuviðvörun