Þótt hagfræðingar séu áhyggjufullir yfir þróun efnahagsmála og vari við meiri erfiðleikum og niðursveiflu hefur það ekki haft mikil áhrif á danska neytendur.

Í frétt Børsen kemur fram að hafi keypti bæði fleiri og dýrari gjafir um nýliðin jól en nokkru sinni. Allt útlit fyrir að veltumet hafi verið slegin í smásölunni í desember og mikið selsdist af dýrum vörum. Þetta er þveröfugt við það sem gerst hefur annars staðar í Evrópu eins og til að mynda í Þýskaklandi og Bretlandi þar sem neytendur hafa verið fljótir að bregðast við tali um kreppu.

Jens Brendstrup hagfræðingur hjá Dansk Erhverv segist reina með að fyrra veltumet sem var um 120 milljarðar íslenskra króna hafi verið slegið og hann segir að skýr merki séu um að menn hafi keypt stærri og dýari gjafir.