Danmörk hefur nú hafið vegabréfaeftirlit með landamærum sínum við Þýskaland. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var látin vita áður en eftirlitið var sett á laggirnar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Eftirlitið er til þess fallið að stýra flæði innflytjenda frá Sýrlandi, sem hafa hrannast til Evrópu í stórum hópum allt síðan borgarastyrjöld hófst þar í landi. Danir grípa til þessara aðgerða vegna þess að Svíar hafa tekið til sambærilegra aðferða, en þarlendis hafa rúmlega 80 þúsund flóttamenn leitað sér dvalar.

Eftirlitið mun aðeins vara í 10 daga, að sögn stjórnvalda. Lars Loekke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, sagði í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að búast mætti við aðgerðunum. Þá syrgði Lars ákvörðun Svía um að auka svo við eftirlit sitt, sem gerði mörgum Dönum erfitt fyrir í morgunferðum sínum yfir Ermarsund til Malmö.

Á hverjum degi fara tæplega 75 þúsund manns fram og til baka yfir brúnna milli Svíþjóðar og Danmerkur, og nú munu allir Danir á leið til Svíþjóðar þurfa að sýna skilríki til að geta komist inn í landið. Búast má við að þetta hægi á samgöngum að einhverju leyti.