Danske Bank hefur keypt Northern Bank á Norður-Írlandi og National Irish Bank á Írlandi en seljandinn er National Australia Bank. Söluverðið er um 117 ma.kr. sem jafngildir V/H hlutfalli 13,1 miðað við áætlaðan hagnað í ár. Í Sunday Times fór sá orðrómur af stað að Landsbankinn væri aðilinn sem ætti í viðræðum um kaupin. Mögulega spurðist það út að viðræður stæðu yfir við banka á Norðurlöndum og í ljósi þess að Landsbankinn áformar fyrirtækjakaup hafi þessi ályktun verið dregin.

Frá þessu er greint í Morgunkorni Íslandsbanka og þar segir að írsku bankarnir tveir eru hins vegar fyrst og fremst viðskiptabankar og hefðu því væntanlega ekki komið sterklega til greina fyrir Landsbankann.